Fólkið á bak við BÍN

Starfsmenn við BÍN

Kristín Bjarnadóttir er ritstjóri BÍN og upphafsmaður verksins: Beygingarferlið, skipulag og kerfisgreining, beyging orða annarra en þeirra sem Þórdís Úlfarsdóttir sá um. Kristín lagði fyrstu drög að verkinu árið 2001 og hefur starfað við verkið síðan.

Þórdís Úlfarsdóttir: Beyging lýsingarorða og veikra sagna, 2003–2004 (BÍN 1.0–2.0).

Aðalsteinn Eyþórsson: Yfirlestur veikra kvenkynsnafnorða, sumarið 2003 (BÍN 1.0).

Ragnhildur Hrönn Sigurðardóttir: Yfirlestur mannanafna, sumarið 2002 (BÍN 1.0).

Kristján Rúnarsson: Vinna við vefsíðu og innkeyrslu gagna sumarið 2013 (BÍN 4.0).

 

Forritarar og tæknimenn

Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir: Vefsíða BÍN hjá Orðabók Háskólans, leitaraðgangur og gerð HTML- og XML-skráa, 2002-2004. (BÍN 1.0–2.0).

Hjálmar Gíslason hjá Spurl ehf., síðar Já: Verkefnisstjóri og forritari við gerð gagnagrunnsins fyrir BÍN 3.0, Veflægrar orðmyndabókar, frá 2005. Hjálmar var formaður dómnefndar í samkeppninni um notkun á gögnum úr BÍN 2009.

Hlöðver Þór Árnason tæknistjóri, Sveinn Steinarsson, Roar Skullested, Þorsteinn Daði Gunnarsson og fleiri hjá tæknideild Já: Umsjón og rekstur tölvukerfisins, fyrir hönd Já sem er styrktaraðili BÍN, frá 2008.

 

Hjálparhellur

Eiríkur Rögnvaldsson, formaður stjórnar Orðabókar Háskólans þegar verkið hófst, og Sigrún Helgadóttir hafa lagt verkinu lið á allan hátt, allt frá því að fyrstu hugmyndir um það urðu til.

Jón Friðrik Daðason hefur unnið ötullega að endurbótum og viðbótum við BÍN í tengslum við vinnu sína við hugbúnað sem byggir á gögnum úr BÍN, t.d. leiðréttingarforritið Skramba.

Starfsmenn Orðabókar Háskólans/Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa jafnan leyst úr ýmiss konar álitamálum þegar eftir því hefur verið leitað og þeir hafa óspart veitt aðgang að gögnum sínum.

Notendur BÍN á vefnum hafa sent mikinn fjölda ábendinga um leiðréttingar og viðbætur. Efni úr svörum við fyrirspurnum notenda er helsta uppspretta athugasemda við einstök beygingardæmi. Er á engan hallað þó að tveir séu nefndir sérstaklega: Helgi Haraldsson prófessor emeritus við Háskólann í Ósló og Kristján Rúnarsson.

Þeir sem sótt hafa gögn úr BÍN til máltækninota hafa einnig komið með fjölda ábendinga um gögnin og lagt til góðar hugmyndir.

 

Ritstjóri vill þakka öllum þeim sem lagt hafa verkinu lið.
 
 

KB 1.10.2013