Ný vefsíða 2013

Ný vefsíða var opnuð 30. október 2013. Helstu breytingar eru þessar:

 • Nýtt útlit sem byggt er að hluta á vefsíðunni sem Sveinn Steinarsson hjá Já.is gerði fyrir keppni um nýtingu á gögnum úr BÍN, Þú átt orðið.
 • Vefsíðan er ekki lengur bundin við lestur á stórum skjá.
 • Á vefsíðunni er mjög aukinn texti:
  • Saga BÍN
  • Lýsing á efniviði og efnistökum í BÍN
  • Skýringar á málfræðinni sem liggur að baki BÍN, þ.m.t. skýringar á beygingarþáttum í hverjum orðflokki
  • Skýringar við tölvutækt efni
  • Tenglar í máltækniverkefni þar sem gögn úr BÍN eru notuð
 • Verulegar viðbætur við orðaforða
 • Tenglar í viðbótarefni um óbeygjanleg orð
 • Spurningar og svör
 • Ensk útgáfa af vefsíðutextanum

Greiðasta leiðin til þess að fá yfirsýn yfir efnið er í gegnum veftréð.

Tengilstákn (shortcut icon) á BÍN-síðunni er unnið upp úr stafnum B úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, AM 433 fol.