Upprunalegar heimildir orðaforðans í BÍN

Í gagnagrunninum er ein heimild við hvert orð sem sýnir hvaðan orðið er upprunalega tekið inn í BÍN. Heimildin gefur engar upplýsingar um aldur orðsins og þær birtast hvorki á vefsíðunni né í tölvutækum gögnum úr BÍN. Fyrstu og þar með fyrirferðarmestu heimildirnar  í BÍN voru Norræna verkefnið (íslenskur grunnur að íslensk-skandínavískum orðabókum, unnið á Orðabók Háskólans) og Íslensk orðabók (tölvuútgáfan 2000). Efni úr Norræna verkefninu er að verulegu leyti fengið úr Ritmálsskrá Orðabókarinnar. Mannanöfn voru úr bókinni Nöfn Íslendinga (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá Arnarvatni. 1991.) Samtals voru upprunalegu beygingardæmin í fyrstu gerð BÍN 173.389 (15.3.2004). Efni sem merkt er ritstjóra er mjög oft úr ábendingum notenda í tölvupósti.

Vegna þess að upprunalegt markmið við gerð BÍN var að koma upp gögnum til málgreiningar var sú stefna tekin að hafa sem mest af gögnum með úr upprunalegu heimildunum, sérstaklega úr stærstu heimildunum: Norræna verkefninu, Íslenskri orðabók og Ritmálssafninu. Þetta var gert án þess að leita að dæmum um hverja einstaka beygingarmynd. Vegna þessa eru beygingarreglur þær sem notaðar eru að einhverju leyti ofvirkar og í BÍN eru því umframar myndir. Þeim ætti að fækka eftir því sem tækifæri gefst til að bera orðmyndirnar saman við stór textasöfn. Á sama hátt hefur slæðingur af eldri orðaforða ratað inn í BÍN. Því er vert að ítreka að BÍN var aldrei ætlað að vera heimild um sögu orðaforðans.

  11.11.09 2.4.2012 26.8.2013
Norræna verkefnið 125.316 128.262 128.267
Íslensk orðabók 53.504 53.452 53.452
Ritmálsskrá OH 32.078 33.036 33.048
Landmælingar Íslands 19.051 18.347 18.347
Fyrirtækjaskrá   7.290 7.288
BÍN (föður- og móðurnöfn)   7.103 7.103
Nöfn Íslendinga 4.197 4.197 4.201
Stafsetningarorðabókin (2006)     4.157
Tölvuorðasafn 2005 3.942 3.914 3.914
Símaskrá 3.381 3.287 3.285
Þjóðskrá 3.365 3.366 3.366
Biblían 2007 697 2.202 2.201
MÍM   1.884 2.065
Peter Gorman/Icelandic Online   1.240 1.238
Kristín Bjarnadóttir   1.200 1.385
Hjálmar Gíslason/Mbl.is   788 788
Mannanafnaskrá 554 555 557
Þórdís Úlfarsdóttir/ISLEX   500 541
Íslensk málstöð   195 193
Orðastaður/JHJ   151 159
Textasafn OH   122 122
Kristján Rúnarsson     111
Aðalsteinn Eyþórsson   105  
Annað 1.753 74  74
  247.828 271.869  276.111

Nánar um heimildirnar.

Í vinnslu!