Spurnarmyndir sagna

Spurnarmyndir sagna eru ekki hluti af beygingardæmum í BÍN. Spurnarmyndir virðast koma fyrir í 2. persónu eintölu og fleirtölu, nútíð og þátíð, í framsöguhætti og viðtengingarhætti. Í framsöguhætti germyndar eru þessar myndir allalgengar en þeim bregður einnig fyrir í viðtengingarhætti. Miðmyndin er sennilega sjaldgæfari. Í tölvutæku gögnunum í BÍN eru allar spurnarmyndirnar gefnar fyrir germynd en í miðmynd eru aðeins eintölumyndir, t.d. sjáistu, sæistu. Spurnarmyndir er sennilega mun algengari í talmáli en í ritmáli en fjöldi dæma er samt um þær í rituðu máli.

Germynd eintala framsöguháttur nútíð: kemurðu ertu sérðu alhæfirðu
      þátíð: komstu varstu sástu alhæfðirðu
    viðtengingarháttur nútíð: komirðu sértu sjáirðu alhæfðirðu
      þátíð: kæmirðu værirðu sæirðu alhæfðirðu
  fleirtala framsöguháttur nútíð komiði eruði sjáiði alhæfiði
      þátíð komuði voruði sáuði alhæfðuði
    viðtengingarháttur nútið komiði séuði sjáiði alhæfiði
      þátíð kæmuði væruði sæjuði alhæfðuði
Miðmynd eintala framsöguháttur nútíð: kemstu   séstu  
      þátíð: komstu   sástu  
    viðtengingarháttur nútíð: komistu   sjáistu  
      þátíð: kæmistu   sæistu  

Rannsókn á spurnarmyndum sagna er ekki lokið. Vinnulisti um spurnarmyndir sagna er hér. Í þeim er fornafnsígildið merkt með því að bæta -FN-NF aftan við mark sagnarinnar. Afbrigði eru merkt með tölustaf í enda marks, eins og annars staðar í gögnum úr BÍN.

kemurðu; GM-FH-NT-ET-P2-FN-NF
komstu; GM-FH-ÞT-ET-P2-FN-NT
komirðu; GM-VH-NT-ET-P2-FN-NF
kæmirðu; GM-VH-ÞT-ET-P2-FN-NT
kemstu; MM-FH-NT-ET-P2-FN-NF
komstu; MM-FH-ÞT-ET-P2-FN-NT

 

KB 1.10.2013