Sagnbót

Sagnbót er sagnmynd sem stendur með tilteknum hjálparsögnum, t.d. hafa, geta og :
Ég hef farið; ég hef ekki komist; þú getur farið; hann fær ekki skilið

Í germynd er sagnbót sama orðmynd og lýsingarháttur þátíðar í nefnifall eintölu, hvorugkyni og hefðbundið er í íslenskum málfræðiritum að greina ekki þarna á milli. Munurinn á sagnbót og lýsingarhætti þátíðar er sá að sagnbótin beygist ekki en lýsingarhátturinn beygist í kyni, tölu og falli:

Sagnbót: Maðurinn<kk.nf.et.> hefur farið<sagnbót>
  Konan<kvk.nf.et.> hefur farið<sagnbót>
  Barnið<hk.nf.et.> hefur farið<sagnbót>
  Hún sagði mennina<kk.þf.et.> hafa farið<sagnbót> í gær
Lýsingarháttur þátíðar: Maðurinn<kk.nf.et.> er farinn<kk.nf.et.>
  Konan<kvk.nf.et.> er farin<kvk.nf.et.>
  Barnið<hk.nf.et.> er farið<hk.nf.et.>
  Hún sagði mennina<kk.þf.et.> vera farna<kk.þf.et.> fyrir löngu

Í gögnum úr BÍN til máltækninota eru tvö mörk fyrir sagnbót:

komið;GM-SAGNB sagnbót í germynd
komist;MM-SAGNB sagnbót í miðmynd

 

KB 1.10.2013