Greiningaratriði í persónubeygðum sögnum

Greiningaratriði persónubeygðra sagna í BÍN eru mynd, háttur (þ.e. framsöguháttur og viðtengingarháttur), tíð, persóna og tala. Mörkin eru 48, án afbrigða. Óskháttur af sögninni vera er heldur ekki talinn með.

Mynd: GM germynd
  MM miðmynd
Háttur: FH framsöguháttur
  VH viðtengingarháttur
Tíð: NT nútíð
  ÞT þátíð
Persóna: 1P 1. persóna
  2P 2. persóna
  3P 3. persóna
Tala: ET eintala
  FT fleirtala
Dæmi um mörk:
labbar;GM-FH-NT-2P-ET germynd, framsöguháttur, nútíð, 2. persóna eintölu
löbbuðum;GM-VH-ÞT-1P-FT germynd, viðtengingarháttur, þátíð, 1. persóna fleirtölu
kemst;MM-FH-NT-2P-ET miðmynd, framsöguháttur, nútíð, 2. persóna, eintölu
kæmist;MM-VH-ÞT-3P-ET miðmynd, viðtengingarháttur, þátíð, 3. persóna eintölu

 

KB 1.10.2013