Ópersónuleg beyging

Ópersónulegar eru þær sagnir kallaðar sem ekki hafa frumlag í nefnifalli. Sagnmyndin er alltaf 3. persóna eintölu, jafnvel þótt frumlagið sé í fleirtölu. Ópersónuleg frumlög skiptast í tvennt, aukafallsfrumlög (í þolfalli, þágufalli eða eignarfalli) og gervifrumlagið það (sem getur fallið niður). Gervifrumlagið hann er notað með veðursögnum o.þ.h. en í beygingardæmunum í BÍN birtist það ekki.

Aukafallsfrumlög:
Þolfallsfrumlag: mig langar; þig grunar; hana kelur
okkur langar; ykkur grunar; þá kelur
Þágufallsfrumlag: mér finnst; mér þykir; mér sýnist
okkur finnst; ykkur þykir; þeim sýnist
Eignarfallsfrumlag: Straums gætir þar í hverju sundi.
  Eignarfallsfrumlag er mjög sjaldgæft.
Gervifrumlag/frumlagseyða:
„það“: það rignir; það snjóar; það hvín í þakinu
„hann“: hann rignir og rignir; hann er farinn að hlána
Frumlagseyða: Nú rignir gríðarlega.

Í gögnum úr BÍN til máltækninota er skammstöfunin OP fremst í marki fyrir ópersónulegar sagnir, á undan skammstöfun fyrir germynd eða miðmynd. Sagnmyndirnar eru ekki greindar í sundur eftir því hvers konar frumlag ópersónulega sögnin tekur enn sem komið er. Í beygingardæmum á vef birtist frumlag í réttu falli.

Dæmi um mörk:
farnast;OP-MM-FH-NT-3P-ET ópersónuleg sögn, miðmynd, framsöguháttur, nútíð, 3. persóna eintölu

 

KB 1.10.2013