Nafnháttur

Nafnháttur (NH) kemur fyrir í germynd (GM) og miðmynd (MM). Mörk nafnháttar í beygingardæmum í BÍN eru því tvö.

Dæmi um mörk:  
koma;GM-NH nafnháttur í germynd
komast;MM-NH nafnháttur í miðmynd

Hjálparsagnirnar munu, skulu og hafa og sögnin vilja eru til í nafnhætti í þátíð en aðrar sagnir ekki. Gerð er grein fyrir þessum orðmyndum í athugasemdum ofan við beygingardæmin á vefsíðunni en þau koma ekki fram í beygingarrammanum sjálfum, af tæknilegum ástæðum. Þær koma ekki heldur fyrir í útkeyrsluskrám úr BÍN en er að finna í aukaefni með persónufornöfnum o.fl.

Mark fyrir nafnhátt í þátíð er GM-NH-ÞT.

Dæmi um nafnhátt í þátíð:
Kvaðst hann mundu gera þetta í biðtíma sínum.
Hann sagðist mundu taka að sér að tala við bónda.
Hann kvaðst í gær myndu reyna að gera sitt besta
Kvaðst hann skyldu afla sér nánari upplýsinga um það síðar.
Hún sagðist hefðu viljað hætta við aðrar aðstæður en nú eru í þjóðfélaginu.
Stjórnin kvaðst hefðu verið reiðubúin að skrifa undir í gærkvöldi með fyrirvara.
Aldrei sagðist hún vildu eyða dagparti með slíkum manni.

 

KB 1.10.2013