Lýsingarháttur þátíðar

Greiningaratriði lýsingarháttar þátíðar eða formdeildir eru kyn, tala, fall og ákveðni, þ.e. sterk og veik beyging. Mörk eru 48, án afbrigða.

Þetta eru sömu mörk og í frumstigi lýsingarorða og oft er erfitt að greina þarna á milli. Rétt að hafa í huga að ekki er fullkomin regla á því hvort lýsingarháttur þátíðar er settur upp sem beygingarmynd sagnar eða sem sjálfstætt lýsingarorð í BÍN og orðmyndir eru stundum tvíteknar, bæði sem lýsingarháttur þátíðar og lýsingarorð.

Kyn: HK hvorugkyn
  KK karlkyn
  KVK kvenkyn
Fall og tala: NFET nefnifall eintölu
  ÞFET þolfall eintölu
  ÞGFET þágufall eintölu
  EFET eignarfall eintölu
  NFFT nefnifall fleirtölu
  ÞFFT þolfall fleirtölu
  ÞGFFT þágufall fleirtölu
  EFFT eignarfall fleirtölu
Ákveðni: SB sterk beyging, óákveðið
  VB veik beyging, ákveðið
Dæmi um mörk:
genginn;LHÞT-SB-KK-NFET lýsingarháttur þátíðar, sterk beyging, karlkyn, nefnifall eintölu
gengnum;LHÞT-SB-KK-ÞGFET lýsingarháttur þátíðar, sterk beyging, karlkyn, þágufall eintölu
genginnar;LHÞT-SB-KVK-EFET lýsingarháttur þátíðar, sterk beyging, kvenkyn, eignarfall eintölu
gengnu;LHÞT-VB-HK-NFFT lýsingarháttur þátíðar, veik beyging, hvorugkyn, nefnifall fleirtölu

Í íslenskum málfræðiritum er hefðbundið að gera ekki greinarmun á sagnbót og lýsingarhætti þátíðar. Munurinn er sá að sagnbótin beygist ekki en lýsingarhátturinn beygist í kyni, tölu og falli.

 

KB 1.10.2013