Lýsingarháttur nútíðar

Mark fyrir lýsingarhátt nútíðar er LH-NT. Í nútímamáli er lýsingarháttur nútíðar eins í öllum kynjum og föllum eintölu og fleirtölu.

Dæmi: komandi;LH-NT lýsingarháttur nútíðar

Eldri afbrigðum af lýsingarhætti nútíðar, með endingunni -a,  bregður fyrir í stöku orðasamböndum.

Dæmi: á hverfanda hveli, á fallanda fæti

Gerð er grein fyrir þessum orðmyndum í athugasemdum ofan við beygingardæmin á vefsíðunni en þær koma ekki fram í beygingarrammanum sjálfum. Þær koma heldur ekki fyrir í útkeyrsluskrám úr BÍN en er að finna í aukaefni með persónufornöfnum o.fl. Í aukaefninu eru þessi afbrigði af lýsingarhætti nútíðar tölusett, eins og í mörkum annarra afbrigða, þ.e. LH-NT2.

Athugið:
Lýsingarháttur nútíðar hefur mjög oft setningarstöðu lýsingarorðs og e.t.v. gæti verið eðlilegra (og einfaldara) að greina hann þannig.

 

KB 1.10.2013