Raðtölur

Raðtölur eru orðflokksmerktar sem lýsingarorð. Þær beygjast eins og lýsingarorð í veikri beygingu, frumstigi, fyrir utan raðtöluna annar og raðtöluna fyrstur sem beygist bæði sterkt og veikt.

Greiningaratriði eru kyn, tala og fall.

Kyn: HK, KK, KVK
Tala: ET, FT
Fall: NF, ÞF, ÞGF, EF
Dæmi um mörk:
þriðji;KK-NFET karlkyn, nefnifall eintölu
fjórðu;KVK-ÞFET kvenkyn, þolfall eintölu
fimmtugasta;HK-EFET hvorugkyn, eignarfall eintölu
annar;KK-EFET karlkyn, eignarfall eintölu

Mörk raðtalna eru 24.

 

KB 1.10.2013