Miðstig

Í lýsingarorðunum margur og mikill kemur fram sterk beyging í miðstigi en afbrigði af þessu tagi eiga sér ekki hliðstæðu í öðrum orðum. Afbrigðin fleiru, fleirum og meiru eru alltaf sérstæð, þ.e. þau standa ekki með nafnorði. Þegar orðin standa með nafnorði, þ.e. eru hliðstæð, þá haga þau sér eins og önnur lýsingarorð.

Dæmi:

Sérstætt: með möndlum, sesamfræi, sólkjörnum og fleiru.
Hliðstætt: með möndlum, sesamfræi, sólkjörnum og fleira góðgæti.
Sérstætt: Hann hafði fleiru að sinna en þessu.
Hliðstætt: Hann hafði fleiri verkefnum að sinna en þessu.
Sérstætt: Eg man ekki eftir fleiru.
Hliðstætt: Ég man ekki eftir fleiri atriðum.
Sérstætt: Ég fór med Jóni og fleirum á kaffihús.
Hliðstætt: Ég fór med Jóni og fleiri félögum á kaffihús.
Sérstætt: Þeir sem vilja spandera í þetta þurfa að punga út enn meiru.
Hliðstætt: Þeir sem vilja spandera í þetta þurfa að punga út enn meiri peningum.

Gerð er grein fyrir þessum orðmyndum í athugasemdum ofan við beygingardæmin á vefsíðunni en þau koma ekki fram í beygingarrammanum sjálfum, af tæknilegum ástæðum. Þær koma heldur ekki fyrir í útkeyrsluskrám úr BÍN en er að finna í aukaefni með persónufornöfnum o.fl. Þar er viðbótin SB við mark miðstigs, MST.

Mörkin:

fleiru; MSTSB-HK-ÞGFET miðstig, sterk beyging, hvorugkyn, þágufall eintölu
fleirum; MSTSB-KK-ÞGFFT miðstig, sterk beyging, karlkyn, þágufall fleirtölu
meiru; MSTSB-HK-ÞGFET miðstig, sterk beyging, hvorugkyn, þágufall eintölu

KB 1.10.2013