Lýsingarorð

Greiningaratriði lýsingarorða eru kyn, tala, fall, stig og ákveðni, þ.e. sterk og veik beyging. Mörk lýsingarorða eru 120 og eru afbrigði þá ekki talin með.

Stig og ákveðni: ESB efsta stig, sterk beyging
  EVB efsta stig, veik beyging
  FSB frumstig, sterk beyging
  FVB frumstig, veik beyging
  MST miðstig (veik beyging)
Kyn: HK hvorugkyn
  KK karlkyn
  KVK kvenkyn
Fall og tala: NFET nefnifall eintölu
  ÞFET þolfall eintölu
  ÞGFET þágufall eintölu
  EFET eignarfall eintölu
  NFFT nefnifall fleirtölu
  ÞFFT þolfall fleirtölu
  ÞGFFT þágufall fleirtölu
  EFFT eignarfall fleirtölu
Dæmi um mörk:
góður;FSB-KK-NFET frumstig, sterk beyging, karlkyn, nefnifall eintölu
góðan;FSB-KK-ÞFET frumstig, sterk beyging, karlkyn, þolfall eintölu
góðu;FVB-KVK-EFET frumstig, veik beyging, kvenkyn, eignarfall eintölu
betri;MST-KK-ÞGFFT miðstig, karlkyn, þágufall fleirtölu
best;ESB-HK-ÞFFT efsta stig, sterk beyging, þolfall fleirtölu

Raðtölur eru undirflokkur lýsingarorða.

Miðstig er aðeins sýnt í veikri beygingu í BÍN. Sjá athugasemd um fleiru, fleirum og meiru.

 

KB 1.10.2013