Fornöfn

Beygingarþættir fornafna eru þessir í BÍN:

Persónufornöfn: Fall, tala NFET, ÞFET, ÞGFET, EFET, NFFT, ÞFFT, ÞGFFT, EFFT
    Greiningarstrengir persónufornafna eru 8.
Afturbeygt fornafn: Fall ÞF, ÞGF, EF
    Greiningarstrengir afturbeygða fornafnsins eru 3.
Önnur fornöfn: Kyn HK, KK, KVK
  Fall, tala NFET, ÞFET, ÞGFET, EFET, NFFT, ÞFFT, ÞGFFT, EFFT
    Greiningarstrengir annarra fornafna eru 24.

Persónufornöfn í 3. persónu eru sett upp undir uppflettiorði í hverju kyni fyrir sig (hann, hún, það) þannig að kynið verður ekki beygingarþáttur í BÍN. Orðflokksmerking fylgir í mörkum fornafna í gögnunum.

Dæmi um mörk:
sig;afturbfn_ÞF afturbeygt fornafn, þolfall
ég;pfn_NFET persónufornafn, nefnifall eintölu
henni;pfn_ÞGFET persónufornafn, þágufall eintölu
nokkurn;fn_KK_ÞFET fornnafn, karlkyn, þolfall eintölu

Á vefsíðunni eru undirflokkar fornafna tilgreindir eins og hefðbundið er í kennslubókum. Í tölvutækum gögnum úr BÍN er aðgreiningin aðeins sú sem er sýnd hér að ofan.

 

KB 1.10.2013