Málfræðileg greiningaratriði í gögnunum

Mark eða greiningarstrengur er röð af táknum fyrir beygingarlegar formdeildir. Í BÍN eru mörkin byggð á hefðbundnum íslenskum málfræðiskammstöfunum, t.d. fyrir fall og tölu í nafnorðum og persónu, tölu, hátt og tíð í sögnum. Þessum mörkum er auðvelt að varpa yfir í önnur mörk, t.d. til nota í Markaðri íslenskri málheild (MÍM) en þar er notað markamengið úr Íslenskri orðtíðnibók (Orðabók Háskólans 1991). Sjá vörpunartöflu á milli marka í BÍN og MÍM.

Dæmi um Sigrúnarsnið:
köttur;416784;kk;alm;kattarins;EFETgr;
labba;421663;so;alm;löbbuðum;GM-FH-ÞT-1P-FT;
góður;412191;lo;alm;bestri;ESB-KVK-ÞGFET;

 

KB 1.10.2013