Uppflettiorð

Uppflettiorð í BÍN eru hefðbundnar uppflettimyndir í orðabókum:

Nafnorð: nefnifall eintölu án greinis, t.d. hestur
Lýsingarorð: nefnifall eintölu í karlkyni, frumstigi og sterkri beygingu, t.d. góður
Sagnorð: nafnháttur í germynd, t.d. koma
Atviksorð: frumstig, t.d. vel
Fornöfn: nefnifall eintölu, í karlkyni þegar fornafn beygist eftir kyni.
Töluorð: nefnifall í karlkyni, einn, tveir, þrír, fjórir

Dæmi um Sigrúnarsnið:
köttur;416784;kk;alm;kattarins;EFETgr;

Tilbúnar uppflettimyndir eru ekki notaðar.
Í fleirtöluorðum er uppflettiorðið því nefnifall fleirtölu án greinis, t.d. buxur (kvk.ft.) órar (kk.ft.), feðgin (hk.ft.)
Í miðmyndarsögnum er nafnhátturinn líka í miðmynd, t.d. agnúast, óttast.
Í lýsingarorðum og atviksorðum sem ekki eru til í frumstigi er uppflettiorðið í miðstigi eða efsta stigi, t.d. hugarhægra, vestari (lo.mst.), ytra (ao.mst.).
Lýsingarorð eru ekki sett upp í karlkyni ef útilokað er að það kyn sé til, t.d. í lýsingarorðum um fjármörk sem alltaf eru í hvorugkyni, t.d. afeyrt, blaðstúfrifað.

 

KB 1.10.2013