Orðmyndalisti

Í listanum eru allar orðmyndir sem fyrir koma í BÍN. Hver orðmynd kemur bara fyrir einu sinni og engin greining fylgir, hvorki orðflokkur né mark (greiningarstrengur). Orðmyndirnar eru því einfaldlega stafastrengir, án tengsla við uppflettiorð.

Athugið að samfall beygingarmynda í orðmyndalistanum er mjög mikið. Hér fylgir dæmi þar sem beygingarmyndir og uppflettiorð eru sýnd fyrir tvær orðmyndir:

Orðmynd: Beygingarmynd: Uppflettiorð:
hana hana ÞFET hani kk
  hana ÞGFET hani kk
  hana EFET hani kk
  hana ÞFFT hani kk
  hana EFFT hani kk
  hana ÞFET hún pfn
öndum öndum ÞGFFT andi, no.kk.
  öndum ÞGFFT önd, no.kvk.
  öndum GM-FH-NT-1P-FT anda, so.
  öndum GM-VH-NT-1P-FT anda, so.

Samfall orðmynda eða tvíræðni er verulegt vandamál í flestum máltækniverkefnum. Mörk fyrir orðmyndina minni eru t.d. 30 og uppflettiorðin fjögur, þ.e. nafnorðið minni, lýsingarorðið lítill, sögnin minna og eignarfornafnið minn.

 

KB 1.10.2013