Aukaefni

Óbeygjanleg orð

Óbeygjanleg orð eru ekki hluti af BÍN; þar eru eingöngu beygingardæmi. Til máltækninota er oft þörf á lista um óbeygjanleg orð og nokkuð er um að notendur BÍN á vefsíðunni geri athugasemdir um að þeir finni þau ekki.

Hér er krækja á lista um 3.711 óbeygjanleg orð. Listinn er unninn upp úr efni úr hluta af Markaðri íslenskri málheild (MÍM), gagnasöfnum Orðabókar Háskólans o.fl. Listinn verður endurskoðaður þegar vinnu við MÍM lýkur. 

Í hverri línu í listanum er orð og orðflokkur/orðflokkar. Skilamerki er bilstafur.

  • abracadabra uh
  • að ao fs st nhm
  • aðallega ao
  • aðdáanlega ao

Orðflokkarnir eru atviksorð (ao), forsetningar (fs), nafnháttarmerki (nhm), samtengingar (st), töluorð (töl) og upphrópanir (uh).

Skammstafanir

Listi um skammstafanir er í vinnslu; alls 4.847 skammstafanir og styttingar. Hér er krækja í bráðabirgðaútgáfu af  skammstafanalistanum. Skýringar fylgja talsverðum hluta efnisins. Flokkunin er þessi:

  • Eiginleg skammstöfun: t.d., o.s.frv.
  • Stytting:
   • Almennt: aðaleink.
   • Föður- og móðurnöfn: Gunnarss., Helgad.
   • Skírnarnöfn: Kr., Ág.
  • Tákn og stakir bókstafir: $, a.
  • Akróným:
   • Akróným I (sem kveðið er að, einstakir stafir): Kea
   • Akróným II (sem ekki er kveðið að): ADSL
   • Akróným III (sem kveðið er að, orðhlutar): Rannís

KB 1.10.2013