Aukaefni

Óbeygjanleg orð

Óbeygjanleg orð eru ekki hluti af BÍN; þar eru eingöngu beygingardæmi. Til máltækninota er oft þörf á lista um óbeygjanleg orð og nokkuð er um að notendur BÍN á vefsíðunni geri athugasemdir um að þeir finni þau ekki.

Hér er krækja á lista um 3.711 óbeygjanleg orð. Listinn er unninn upp úr efni úr hluta af Markaðri íslenskri málheild (MÍM), gagnasöfnum Orðabókar Háskólans o.fl. Listinn verður endurskoðaður þegar vinnu við MÍM lýkur. 

Í hverri línu í listanum er orð og orðflokkur/orðflokkar. Skilamerki er bilstafur.

   abracadabra uh
   að ao fs st nhm
   aðallega ao
   aðdáanlega ao

Orðflokkarnir eru atviksorð (ao), forsetningar (fs), nafnháttarmerki (nhm), samtengingar (st), töluorð (töl) og upphrópanir (uh).

Skammstafanir

Listi um skammstafanir er í vinnslu; alls 4.847 skammstafanir og styttingar. Skýringar fylgja talsverðum hluta efnisins. Flokkunin er þessi:

  • Eiginleg skammstöfun: t.d., o.s.frv.
  • Stytting:
   • Almennt: aðaleink.
   • Föður- og móðurnöfn: Gunnarss., Helgad.
   • Skírnarnöfn: Kr., Ág.
  • Tákn og stakir bókstafir: $, a.
  • Akróným:
   • Akróným I (sem kveðið er að, einstakir stafir): Kea
   • Akróným II (sem ekki er kveðið að): ADSL
   • Akróným III (sem kveðið er að, orðhlutar): Rannís

KB 1.10.2013