Reglur

 • Verkefnin eiga að byggjast á notkun gagna úr Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls.
 • Verkefnin þurfa að vera ný og mega ekki hafa birst áður.
 • Engin skilyrði eru um eðli verkefnis. Verkefnið þarf ekki endilega að vera hugbúnaður.
 • Ef um hugbúnað er að ræða er hvatt til þess að hann sé skrifaður undir leyfum opins hugbúnaðar.
 • Skilin eru ekki leynileg. Vinningsverkefni og önnur efnileg verkefni verða kynnt á þessari síðu að keppninni lokinni.
 • Dómnefnd (kynnt 11. nóvember) mun velja verðlaunaverkefnin. Lögð verður áhersla á eftirfarandi þætti:
  • Útfærslu
  • Frumleika
  • Notagildi
  • Verkefnislýsingu
 • Keppnin er öllum opin nema starfsmönnum Já og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
 • Tilkynnt verður um fyrirkomulag verðlaunaafhendingar 11. mars 2010.