BÍN í máltækni

Upphaflegt markmið með BÍN var m.a. að koma upp beygingarlýsingu á tölvutæku formi til nota í ýmiss konar máltækniverkefni en ítarleg beygingarlýsing er grundvöllur að vélrænni greiningu á íslenskum textum og nauðsynlegur undanfari orðflokkagreiningar og setningagreiningar. Miklu máli skiptir að gögnin séu nægilega yfirgripsmikil til að ná yfir málið í allri sinni fjölbreytni en án þess verður greiningin gloppótt.

Beygingarlýsingin nýtist t.d. við mörkun texta, við gerð leitarvéla, leiðréttingar- og þýðingarforrita, auk þess að vera forsenda skilvirkrar orðabókargerðar og heimildasöfnunar um tungumálið. Beygingarlýsingin er notuð innan stofnunar og utan. Árið 2010 var efnt til keppni um nýtingu á gögnum úr BÍN, í samstarfi við Já. Sjá nánar hér.

Meðal verkefna þar sem BÍN er eða hefur verið notuð eru

 

KB 19.2.2015