Um leitina í BÍN

 • Ef leita á að annarri mynd orðs en uppflettimynd þarf að haka við í reitnum „Leita að beygingarmynd“. Ef uppflettimynd er óljós er ágætt að nota þetta ráð.
 • Ekki er hægt að leita að nema einu orði í einu. Ef leita á að beygingu fleiryrtra sambanda, t.d. nafna sem eru tvö orð eða fleiri eða sambeygingu lýsingarorðs og nafnorðs þarf að leita að hverju orði fyrir sig.
 • Ekki er gerður greinarmunur á hástaf og lágstaf í leitinni.
 • Nota má algildisstaf í leitinni (*) og birtast þá fyrstu 30 orðin sem finnast í stafrófsröð.
 • Þegar niðurstaða úr leit er meira en eitt beygingardæmi birtist listi. Þar eru orðin aðgreind eftir orðflokkum og veikri og sterkri beygingu sagna. Til sterkra sagna teljast aðeins sagnir sem eru endingarlausar í þátíð en sagnir með blandaða beygingu teljast hér til veikra sagna. Mannanöfn og örnefni eru merkt sem slík, sjá skiptingu í hluta BÍN. Dæmi:
  • bera Kvenkynsnafnorð
  • bera Sagnorð, sterk beyging (þ.e. þt. bar)
  • bera Sagnorð, veik beyging (þ.e. þt. beraði)
  • Bera Kvenmannsnafn

Athugið:

KB 1.10.2013