Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er safn beygingardæma sem birt eru í heild á vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar má leita að orðum og einstökum beygingarmyndum orða, þ.m.t. mannanöfnum. Í safninu eru nú 0 beygingardæmi. Sjá nánar um orðaforðann í BÍN.

Leita má með tvennu móti í safninu. Í fyrsta lagi er leitað að hefðbundinni uppflettimynd orða, þ.e. nefnifalli eintölu af nafnorði (hestur), nafnhætti sagnar (koma), og nefnifalli eintölu í karlkyni, frumstigi af lýsingarorðum (góður).

Ef hakað er við „Leita að beygingarmynd“ má slá inn hvaða orðmynd sem er, t.d. hestur, hesti, hestinum, hests, hestarnir; koma, kemur, kom, komumst, kominn; góður, góðan, gott, betri, bestur. Sjá nánar um leitina.

Beygingardæmin birtast á hefðbundinn hátt, eins og í málfræðibókum, með þeim skammstöfunum sem þar tíðkast. Athugasemdir ofan við beygingardæmin gegna því hlutverki að leiðbeina notendum um notkun einstakra beygingarmynda, t.d. um val á afbrigðum.

Upprunalegt markmið með BÍN var m.a. að koma upp gagnasafni til nota í máltækni. Tölvutæk gögn úr BÍN eru aðgengileg hér en að öðru leyti er öll afritun BÍN óheimil. Á síðunni eru einnig skýringar á beygingargreiningunni í BÍN. Sjá nánar um hvernig vitna skal í BÍN hér.

Athugið að óbeygjanleg orð er ekki að finna í BÍN, t.d. smáorð og óbeygjanleg atviksorð.

Á Málið.is er aðgangur að fleiri orðasöfnum og orðabókum hjá
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

 er styrktaraðili BÍN