Beygingarlýsing íslensks nútímamálsBeygingarlýsing
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðumStofnun Árna Magnússonar
Ritstjóri Kristín Bjarnadóttir
Rofar
Rofarnir eru merkingar til þess að sýna hvort birta á tiltekna hluta af beygingardæminu fyrir einstök orð.
Orð sem fær + á alla rofa birtist því sem fullt beygingardæmi með engum eyðum.
Dæmi:
Nafnorð: | ET+: kaffi, köttur | Orðið er til í eintölu |
ET-: buxur | Orðið er ekki til í eintölu | |
FT+: kettir, buxur | Orðið er til í fleirtölu | |
FT-: kaffi | Orðið er ekki til í fleirtölu |
Rofarnir:
Nafnorð | ET± | eintala |
FT± | fleirtala | |
ANGR± | án greinis | |
MGR± | með greini | |
Sagnorð | GMPERS± | germynd, persónuleg beyging |
GMOP± | germynd, persónuleg beyging | |
GMÓPfrl0 | germynd, ópersónulegt frumlag: ÞF, ÞGF, EF, það | |
MMPERS± | miðmynd, persónuleg beyging | |
MMÓP± | miðmynd, ópersónuleg beyging | |
MMÓPfrl0 | miðmynd, ópersónulegt frumlag: ÞF, ÞGF, EF, það | |
GMBH± | germynd, boðháttur | |
MMBH± | miðmynd, boðháttur | |
LHNT± | lýsingarháttur nútíðar | |
LHÞT± | lýsingarháttur þátíðar | |
NHSagnbGM± | nafnháttur og sagnbót í germynd | |
NHSagnbMM± | nafnháttur og sagnbót í miðmynd | |
Lýsingarorð | FSB± | frumstig, sterk beyging |
FVB± | frumstig, veik beyging | |
MST± | miðstig | |
ESB± | efsta stig, sterk beyging | |
EVB± | efsta stig, veik beyging | |
KK± | karlkyn | |
KVK± | kvenkyn | |
HK± | hvorugkyn | |
Atviksorð | FST± | frumstig |
MST± | miðstig | |
EST± | efsta stig |
Rofarnir eru vinnutæki sem notuð eru til þess að búa til beygingardæmin í BÍN og þar með tölvutæk gögn sem hægt er að sækja. Lýsingin á beygingu einstakra orða byggist á gildunum sem rofarnir fyrir tiltekið orð fær, innan þeirra takmarka sem rofarnir sjálfir setja.
Í persónubeygðum sögnum eru t.d. hvorki rofar fyrir persónur né llifandi/dautt frumlag þannig að sögn birtist óhjákvæmileg í 1. og 2. persónu, jafnvel þótt merkingarlega sé nánast útilokað að frumlag sé annað en hlutur eða fyrirbæri, þ.e. 3. persóna, -lifandi. Dæmi af þessu tagi eru algeng í orðabókum og oft býsna skemmtileg:
Perfluo ... eg renn á mille, lek i gegnum, fell framm, flyt ut um allar trissur. (Nucleus latinitatis, bls. 86).
Rofarnir skýra því umframt efni í BÍN en þeir sjálfir koma ekki fram í gögnum á vefsíðunni, hvorki í beygingardæmunum né í tölvutækum gögnum. Reynt er að greiða notendum leið að merkingarlegri skilyrðingu á notkun sem stafar af þessu í athugasemdum ofan við beygingardæmin.
KB 1.10.2013