Beygingarlegar formdeildir í BÍN

Formdeild er reglubundin flokkun sem nær til (nær) allra orða af ákveðnum flokki, sjá t.d. Hljóðkerfi og orðhlutakerfi íslensku eftir Eirík Rögnvaldsson (2013, kaflar 13.2 og 14). Hér er átt við beygingarlegar formdeildir, t.d. tölu, fall og ákveðni í nafnorðum, persónu, tölu, tíð, hátt og mynd í sögnum, og tölu, fall, ákveðni, kyn og stig í lýsingarorðum. 

Nafnorð:   Fall, tala, ákveðni. Kyn er orðasafnsbundið í nafnorðum, ekki beygingarlegt.
Lýsingarorð:   Stig, ákveðni, kyn, fall, tala.
Sagnorð: Persónuleg beyging: Mynd, háttur, tíð, persóna, tala.
  Nafnháttur: Mynd (og tíð í sögnunum munu, skulu, vilja, hafa).
  Lýsingarháttur nútíðar: Engin aðgreining, ein beygingarmynd.
  Lýsingarháttur þátíðar: Kyn, fall, tala, ákveðni.
  Sagnbót: Mynd.
  Boðháttur: Mynd, tala. Stýfður boðháttur er einnig sýndur.
  Spurnarmyndir: Háttur, tíð, tala. Þetta efni birtist ekki á vefsíðunni enn sem komið er.
  Ópersónuleg beyging: Frumlag er sýnt, þ.e. aukafallsfrumlög og "það".
Atviksorð:   Stig.
Fornöfn: Persónufornöfn: Tala, fall. Sett er upp beygingardæmi fyrir hvert kyn fyrir sig í þriðju persónu þannig að kynið er orðasafnsþáttur í BÍN.
  Afturbeygt fornafn: Fall.
  Önnur fornöfn: Kyn, fall, tala. Undirflokkar eru tilgreindir sem athugasemd, þ.e. eignarfornöfn, ábendingarfornöfn, afturbeygt eignarfornafn, óákveðin fornöfn, óákveðin spurnarfornöfn og spurnarfornöfn.
Greinir:   Kyn, fall, tala.
Töluorð:   Kyn, fall, tala.


Í lýsingunni á tölvutækum gögnum úr BÍN eru nákvæmir listar um allar formdeildir sem fram koma í gögnunum, þ.e. listar um öll greiningaratriði sem fram koma í mörkum (greiningarstrengjum) í öllum orðflokkum, með dæmum. Tenglar í töflunni hér að ofan eru í þetta efni.

 

KB 1.10.2013